Færsluflokkur: Bloggar
26.1.2009 | 17:05
Jæja nú hef ég einga afsökun.
Nú skal reynt að blogga. Gaman að maður skuli detta um eitthvað sem maður getur byrjað að blogga um strax og maður er að fara að byrja að blogga. Þetta er svo sem ekkert ný frétt en vissu þið að blogg er skrifað með einu G? skrítið, svo nota allir tvö G. En þar sem ég er ekki með 10 í stafsettningu ætla ég ekki að fara drepa ykkur úr leiðindum með þessu kjaftæði.
Hvernig fannst ykkur skaupið DJÓK.
Það hlaut að koma að því að maður fengi að finna fyrir kreppuni og jú nú er ekkert að gera í bransanum og hangi ég bara heima og pirra sjálfan mig, hugsið ykkur öll pörin sem eiga eftir að hætta saman út af þessu ástandi. en vá eigum við að hætta þessu væli?
Ég þarf að taka niður Jólaskrautið en ég er bara ekki að nenna út í sunnan sextán og sliddu til að draga þetta inn á gólf til mín rennandi blaut og ógeðslegt, þá þarf ég að skúra og ég nenni því sko ekki.
Humm Edda systir lokaði blogginu sínu um daginn þar sem henni fannst ekki áhugi fyrir að hafa hana opna. á maður að loka????????????????
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.11.2008 | 21:15
Lituð olía í tanknum? u nei!!!
Frá því ég var lítill var ég viss um að mamma væri og myndi vera í stærsta saumaklúbb landsins sem ég kalla "Tæpitungulaust", ég taldi það vera þar sem með henni voru til dæmis Alla, Sigrún, Lilja og Þóra. Miklar kjaftakellingar að mínu mati, allavega þegar ég var polli.
En þegar ég flyt í borgina kemst ég að að þar er álíka stór saumaklúbbur. Hann bar aðeins öðruvísi nafn heldur en í sveitinni og var kallaður Komatsuklúbburinn eða Grettir, ég veit að þetta eru tveir að skildir hópar enda er ég þarna að tala um ´komatsu og caterpillar vélamenn sem ég var fljótur að ´læra að væri ekki það sama og það langt í frá. En Með tíð og tíma hafa þessir klúbbar dáið út og í staðinn er komin geirinn.is. Flott hjá geira, ekkert út á þessa síðu að setja, hún er nauðsynleg.
Ég áttaði mig ekki á hve stór þessi saumaklúbbur er fyrr en ég stofna mitt eigið ehf. SÆLL og ég var ekki einusinni beðinn um að vera með í stjórn klúbbsins. Eftir að vera búinn að heyra allar sögurnar um alla kallana og allar um mig og mitt kompaní fattaði ég af hverju enginn vissi hverjar Alla, Þóra, Lilja, Sigrún og mamma væru, það sem þær voru að gera var bara að spjalla yfir kaffibolla og það sem þær sögðu kannski pínu ýkt en alltaf eitthvað til í því.
Gröfumenn teknir með litaða olíu á öllum bílunum í Grímsnesi. Þeir fá 9,5 mils í sekt.
Ég var sem betur fer á staðnum svo ég vissi hvað gekk á. Nei við vorum ekki teknir, við höfum aldrei sett litað á okkar bíla. Málið var að Maggi lár er stoppaður eftir klögusögur úr stóraklúbbnum, vitaður og tekkið sýni. Niðurstaðan var þessi, Bíllin og vagn voru vitlaust skráðir frá umboði og vorum við beðnir um að renna við á skoðunarstöð og láta laga það, ekkert mál ekki króna í sekt. Olían, í sýninu finna þeir agnar ögn af lit, það lítið að Jón Þórir Leifsson yfir pundari segir "þetta er undir mörkum". Allt í góðu af allra hálfu nema minnar. Eftir miklar pælingar og sýna töku með að stoð þeirra komumst við að niðurstöðu
Stóra niðurstaðan. Við fengum hjá Shell tvo 2300 lítra tanka. Annan fyrir litaða olíu og hinn fyrir ólitaða, staðsettir hlið við hlið.Bíll frá shell með 23000 lítra tank kemur og dælir litaðri olíu á tankinn, að sjálfsögðu réttan enda vel merkt svo ekkert fari milli mála hvorki hjá shell eða Bílstjórunum. Eftir að vera búinn að loka litaða tanknum opnar hann hinn tankinn, labbar að bílnum og skiptir yfir á ólitaða olíu, Já það eru tvö hólf í tanknum á bílnum frá shell sem keyrir út á land. Ekkert mál búinn að breyta þannig að nú dælir bíllinn ólitaðri olíu á ólitaða tankinn. Hann dælir 1800 lítrum á tankinn en 90 lítrar af þessu er lituð olía, Hvernig má það vera, jú slangan sem er 30 metrar með 50 mm innanmáli tekur slatta en svo er það dælan hún tekur helling. Þarna fundum við þennan litla lit sem er búinn að orsaka eina dýrustu kjaftasögu í geiranum.
Gröfumenn eru ekki að klárast út af olíusekt heldur út af því sama og hinir aumu verktakarnir í bransanum. Það er kreppa.
Með von um að sem flestar kjaftakellingarnar villist hingað inn Kveðja Jónsi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.10.2008 | 21:27
Já ég veit að það er ekkert að gerast hjá mér.
Eða jú bíddu, ég var að rúnta á gröfunni og lenti í þessu.
En svo lenti ég í því um miðja þessa viku að komast að því sem ég hafði trúað alla mína ævi, eða allavega síðan þau duttu bæði niður. Málið er að ég er að endurnýja allar lagnir í kringum blokk í vesturbænum, frekar sveitt vinna það verður að segjast eins og er. en fyrir utan allan mannan og rotturnar er þetta vinna og það er eitthvað sem færri fá en vilja þessa dagana, en kreppan er eitthvað sem ég er ekki að fara að ræða hér. En nú er ég búinna að slíta allt úr samhengi fyrir ykkur. Málið er að í kjallara íbúð í blokkinni býr ung stúlka ofsalega falleg um tvítugt eða svo, hún býr ein. Það að ég viti það tengist vinnunni. En einn dag í vikunni kemur hún hlaupandi, stekkur yfir skurðinn og inn í íbúðina, nokkrum mínútum seinna kemur hún skæl brosandi út líkt og hún hafi fengið það í fyrsta skipti, brosið var svo fallegt að ég gleymdi að ég var að deyja ég þurfti svo að kúka. ég veðraðist allur upp al sæll að svona falleg stúlka brosti svona til mín eftir að hafa horft á eftir henni ranka ég við mér og heyri að pólverjarnir eru að garga á mig á fullu þegar ég sný mér að þeim skildi ég vel ánægju svipinn á henni, hún hafði gert mínar þarfir í klósettið meðan strákarnir voru að leggja nýjar skolplagnir inn til hennar. Já piltar konur kúka.
Bloggar | Breytt 1.11.2008 kl. 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.10.2008 | 16:49
Bara eitt hérna!!!!!
Hvernig á ég að geta þetta þegar bankarnir og ríkið geta þetta ekki?????
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.9.2008 | 18:59
Smámælta veðurfréttakonan gæti truflað.
Allt að gerast í veðrinu maður, hvað er málið með þessar fallegu konur sem lesa veðrið? Þær þurfa ekki að suða lengi í mér.
En jæja þetta er kannski meira fyrir mig og mitt rú.....................já eða það. Réttirnar eru ný af staðnar og guð hjálpi mér hvað ég er mikill foli nei ég meina hesta maður, ég og hann hérna ég man ekki hvað heitir fórum á kostum, löbbuðum hlið við hlið alla leið heim í Auðsholt. Við erum soddan hörkutól. Þegar þangað var komið hitti ég hana Þórunni mína sem ég hef ekki hitt í 8 ár og ég er að segja það mig langaði að fara að gráta það var svo gaman að sjá hana. Fyrir þá sem ekki vita hver Þórunn er er hún systir Rebekku sem ég hef skrifað pínu um hér. Þetta var best helgi lífs míns til þessa, frábærir vinir, geggjaður matur og brjáluð stemming Beggi Gunni Þórunn Hrafnhildur og hún Bryndís frænka, tengda dóttir Eddu, skemmtikraftur, barþjónn, hjónabandsmiðlari og ég veit ekki hvað og hvað sáu um að skemmta mér. Það var það gaman og góður matur að við endurtókum leikinn á föstudaginn og fengum okkur gott að borða heima hjá Hrafnhildi og var það bara snild, eins og Jón Sverrir sonur Þórunnar sem er brjálæðislega fyndinn krakki. Ég á sem sagt æðislega vini sem allir ættu að eiga
En svona pínu um það sem er að gerast hjá mér, Gröfumenn ehf verða lagðir niður sem er kannski bara besta mál, markaðurinn býður bara ekki upp á að við lifum þetta af og viljum hætta áður en þetta skaðar okkur meira. Jónsi ehf er samt farinn á fullt, er búinn að taka ákvörðun og ég ætla ekki að kaupa gröfu á þessu ári og hugsanlega ekki næsta, en uppgangurinn er það mikill að ég er búinn að borga útborgun í nýrri gröfu. En ég er búinn að tryggja mér vinnu þangað til og ætla ég að vera að vinna hjá Bjössa (ehf(voða erum við frumlegir)) þangað til og kemur það sér vel fyrir okkur báða.
En jæja þetta er nóg í bili, ætla að sjá kompás og Þórunn ég hitti þig svo sjaldan að ég segi það hér. Mér þykir ofboðslega vænt um þig og ef það er eitthvað talaðu þá við mig
Þið hin, eruð æðisleg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.9.2008 | 20:13
Miðað við stöðu samfélagsins er ég mjög ánægður
Og vitið það að á morgun sunnudag ætla ég að blogga fyrir ykkur og seigja ykkur hvernig allt gengur og lýsa hvað ég er ánægður meða að vera búinn að mynda tengsl á ný við virkilega góða vinkonu mína.
Sjáumst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.8.2008 | 10:52
Ég hef svo sem ekkert að segja.
Jæja, ég er eiginlega nauðbeygður til að setja þessa bloggfærslu inn því ég hangi hér upp í Bláfjöllum, nánar tiltekið við Frem skálann og ef ég á að vera en nákvæmari þá er ég þar sem stóra skemman fauk, og fyrir þá sem vita ekki hvaða skemma þetta er þá er þetta skemman sem...........skemma? Þetta er fokking höll, jæja höllin sem á að kynna nýja Golfin í nú í september. UUuuuuuuuuuuuu en j, á ástæðan fyrir að ég VERÐ að setja þessa færslu inn er að hér eru ekkert nema fúlir þjóðverjar og ég hætti mér ekki út meðal þeirra til að spjalla af ótta við að smitast af þessum heljarinnar leiðindum. Sagan segir að ég sé alveg nógu slæmur fyrir.
En hvaða helvítis raus er þetta? Eitthvað að viti.
Jónsi Ehf er orðið að veruleika, Ég á en Gröfumenn ehf með Bensa félaga mínum en þar sem það eru breyttir tímar í þessu blessaða þjóðfélagi og í raun heiminum öllum ákváðum við að fara í sín hvora áttina, en það skal vera áhreinu að við gerum þetta í sátt og samlindi.
En já gott fólk, ég er ekki en kominn með konu og ekki barn, en það er kannski ekki fallegt að segja það en ég er hálf feginn að vera ekki með ársgamalt barn eða álíka eins og staðan er í lífi mínu í dag, ég er ekki að segja að ég sé að farast úr þunglindi, langt í frá. Er bara pínu sár yfir stöðu þjóðfélagsins og hvernig hún bitnar á fyrirtækinu mínu gamla. En þetta er enginn heimsendi, ég á góða vini og vinkonur, systir og mág, foreldra og fullt af aðstandendum sem standa við bakið á mér og kem ég aldrei til með að geta þakkað þeim að fullu.
en jæja ætli ég halli ekki sætinu aftur og leggi mig í smá stund, en fyrst vill ég þakka TOSHIBA kærlega fyrir gott samstarf undanfarna daga og ekki vill ég skilja Björgúlf eigandi NOVA eftir, ég er mjög þakklátur fyrir að geta verið í sambandi við umheiminn hér upp í fjöllunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.8.2008 | 21:41
Auglýsingin hefur ekki skilað sér sem ég setti hér inn 16,03,2008
Nei hún er ekki en fundin hún konan mín og hennar er afar sárt sakna. Og hvað veldur, Jú ég bý einn í of stórri íbúð, ég þarf að fara einn í ræktina(sem ég btw er byrjaður í), og ég þarf alltaf að elda mér einn.
En það er ekkert feimnis mál að það er ekkert að gerast í lífi mínu þessa dagana eins og sést á blogginu, ég hef ekket að segja þannig ég ætla bara að setja inn það sem ég finn á you tube í þessu tilbreytingalausa lífi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.8.2008 | 19:11
http://www.youtube.com/watch?v=Xz7_3n7xyDg
Endilega kíkið á þennan link
Já það er ekki eðlilegt hvað mað er orðinn mikill menningastrumpur. Hver listamaðurinn á fætur öðrum heiðrar mig með nærveru sinni. Fyrst hún Hafdís Huld og fast á hæla hennar var Böddi í dalton, svo enginn annar en James Blunt. Haffi Haff kysti mig á kinnina á Akureyri, Buff söng fyrir mig á players og svo fór ég á Clapton á föstudaginn. Það eru kanski ekki nema tveir af þessum atburðum sem var eitthvað svona mega dæmi, með fullri virðingu fyrir hinum listamönnunum voru það Hafdís og Blunt sem hafa vinningin. Clapton var jú ágætur í síðustu tvemur lögunum, en það var líka bara þá, það hjálpaði ekki að standa í 45 mín í biðröð til að kaupa heitan bjór og ég var þarna með eintómum köllum. Eitthvað annað en á Bluntaranum................
U já ég er brennuvargur eða nei ég er Brunavörður eða slökkuliðsmaður en á ekki búning, já ég veit glataður, en eftir að hafa staðið fyrir fjögramínotna brennuni á Flúðum (sem hér eftir verður árlega) var kallað á mig og látinn slökkva í henni og trúið mér að þetta er í fyrsta og eina skipti sem ég hlusta á sextánára barn.
Og jæja, þá býr strákurinn ekki lengur einn, eða frá og með næsta Föstudegi. Þetta verður eingin smá breyting, en bíðið ekki fagna of fljót og halda að ósk ykkar flestra hafi ræst og ég náð mér í konu, nei ég er búinn að taka að mér vandræða barn utan af landi og ætla að reyna að laga það aðeins til í einhverjar vikur.
Ef þið vitið um takka sem maður getur spólað til baka á látið mig vita.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.7.2008 | 19:52
Er mállið að setja tölvuborð á klóið?
U bíddu nei við geimum það.
En hvað segist, allavega er ég svona þokkalegur fyrir utan að hafa áttað mig á því um helgina að ég kann ekki að hjóla, hjálpardekk breyta engu. Eftir að hafa brunað með team fjarðargrjót Á fjórhjólunum hálfan dag og reynt að sýna þeim að crossarinn væri meira málið fann ég mér grjóthrúgu í hrauninu sem virtist vilja hlusta og var með þetta gríðarlega aðdráttarafl og faðmaði hana. það voru ekki allir líkamspartar mínir með jafn mikinn hlátur í huga og þeir sem sáu þetta. Þetta er kannski ekkert sem ég á að vera ræða hér þar sem ég er á leið á Akranes um helgina með hóp af litlum hjólurum og "kenna" þeim að hjóla í alvöru braut. Heyrið það Skagamenn.
En áfram með vælið (ef það er ekki mont er það væll). Vitið þið hvar ég finn hann Hitch? ég er búinn að gera dauða leit að honum en ég finn hann hvergi. Ég hef orðið sönnun fyrir að þegar maður er að kveðja konu eftir deit og hún lætur glamra í lyklunum á kippuni þá vill hún fá koss. Spurningin er, er það sem gerist í myndin satt að öllu leiti? Þannig ef þú Hitch lest þetta endilega settu þig í samband við mig.
Eitt að lokum, mig langar enga að særa og það er ekki meiningin með síðasta bloggi, það var skrifað í meiriháttar hugsanaleysi. Það átti heldur ekki að vera dulin skilaboð í því. Ég get ekkert sagt nema fyrirgefið þið sem ég særði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)