20.3.2007 | 21:45
nei þetta er satt.
Ég fór í geðveika ferð í gær með Svenna snjóflóði, Bensa brekku, Svan pulsusala og Vidda................. Færið, hópurinn, nestis valið, veðrið og allt hitt var geðveikt töff. Leiðin og útsýnið vá. Brekkurnar, gilinog slétturnar voru rosalegar, ég hef bara aldrei séð annað eins.
En svarti bletturinn var að sjá Svenna lenda í flóðinu og ég hefði ekki getað trúað hvað krafturinn í svona flóði er rosalegur.
Eitt meiga hjálparsveitar menn eiga það er að nenna að standa í þessu aftur og aftur, en það að berjast við að koma sleðunum upp í brekkuna til að komast til hanns og ganga upp brekkurnar og yfir flóðið er eitthvað sem ég vill ekki gera daglega.
Það er sárt að vera eins vel græjaður og hægt er með skóflu, snjóflóða stöng og ýlu og bjarga vini sinum til byggða og svo fá aðrir þakkirnar.
En ég veit fyrir víst að slysavarnarfélagið landsbjörg er ekki að tileinka sér þessa björgun heldur vitlaust orðað hjá blaðamönnum
Athugasemdir
Hey, Jón Þór, ertu með netfang? Ég þarf að ná í þig. Eða sendu mér póst á ibbasig@hotmail.com
Ibba Sig., 20.3.2007 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.