Ég elska ykkur öll.

Skrítið hvað lífið vill stundum misþyrma manni. En ég elska ykkur alla vini mína og fjölskyldu. 

Í tuttugu ár er búinn að vera manneskja í huga mínum sem mér hefur þótt vænt um allan þennan tíma, samt eru dagarnir sem við höfum talað saman ekki nema brota brota brot af þessum tuttugu árum. Við töluðum saman í sveitinni þegar við vorum 5 til 7 ára, svo hvarf hún en birtist aftur á skólaballi þegar við vorum 14 og hófst þá þetta svaka símasamband þar til að eitthvað gerðist og símasambandið slitnaði. Þegar við vorum 17 skaut hún upp kollinum en hvarf jafn fljót. Í 8 ár hefur ekkert verið nema hugsun ein um stelpuna sem ég gerði ekki annað en að stríða í sveitinni. Nema hvað að ég rakst á bloggið hennar og við fórum að tala saman á ný og rifja upp frábæran tíma í sveitinni. En hún á mann sem hún elskar svo mikið og hann hana að við megum ekki tala saman, það væri ekkert mál að gera eins og hún sagði og hætta að hafa samband og halda áfram með lífið eins og það var, láta mér nægja að hún komi bara upp í huga hjá mér stöku sinnum. En það er bara hægara sagt en gert því þessa daga geri ég ekki annað en að hitta fólkið sem við héngum með í sveitinni, á skólaböllunum og þegar við vorum að hafa gaman af hvert öðru. Ég hitti fyrrverandi mág hennar nánast alltaf þegar ég sleðast, þetta er glatað líf. En svona er þetta og þetta lag er mjög ofarlega í huga mínum.

En talandi um sleðaferðir, ég fór með Bilaðagenginu og Bensa inn að Langjökli. Veðrið var frábært en færið var helvíti hart en samt gaman. Svenni greyið var svo heppni og ég meina heppinn að missa spyrnubolta undan sleðanum þannig að skíðið og allt júnittið í kringum það fauk undan. Kallinn sem betur fer klár og bjargaði sér frá stór slysi, heppnin í þessu var að við fundum allt og löguðum bara græjuna. Ég varð samt fyrir einu því ömurlegasta sem ég hef lent í í annars mjög litríku lífi. Ég var kominn upp í flotta brekku sem var mjög lík öðrum brekkum og var bara að snúa við, þetta var ekkert mál, hef gert erfiðari hluti við margfalt erfiðari aðstæður, nema núna rann öll brekkan af stað. Á lengstu 15 til 20 sek lífs míns og um 200 til 300 metrum neðar var allt lífið búið að þjóta í gegn. Tilfinningin að geta staðið upp úr snjóflóði og komist að að ég er heill ég fæ að sjá ykkur aftur er ein sú besta sem ég hef upplifað. Það er samt einn galli á, það er sjokkið sem ég hefði viljað fá í flóðinu, en ekki núna einum og hálfum sólahring seinna. Ég ætla ekki að gráta á blogginu en það að vera einn núna og upplifa þetta aftur og aftur og geta ekki sofnað er jafn ömurleg tilfinning og hvað tilfinningin var góð að vita að ég var á lífi. En þetta er víst partur af sportinu, sjokkin koma ekki fyrr en maður fer að slaka á. Ég er að sópa saman myndum af þessu svo ég geti hent hér inn fljótlega.

Þið fyrirgefið grátinn en þegar enginn er til að tala við er þetta það besta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda

**knús** takk fyrir hjálpina um helgina og bara gaman að hitta þig loksins.

Reyndu svo að fara varlega fyrir mig :)

 stóra systir þín

Edda , 25.3.2008 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband