30.8.2008 | 10:52
Ég hef svo sem ekkert að segja.
Jæja, ég er eiginlega nauðbeygður til að setja þessa bloggfærslu inn því ég hangi hér upp í Bláfjöllum, nánar tiltekið við Frem skálann og ef ég á að vera en nákvæmari þá er ég þar sem stóra skemman fauk, og fyrir þá sem vita ekki hvaða skemma þetta er þá er þetta skemman sem...........skemma? Þetta er fokking höll, jæja höllin sem á að kynna nýja Golfin í nú í september. UUuuuuuuuuuuuu en j, á ástæðan fyrir að ég VERÐ að setja þessa færslu inn er að hér eru ekkert nema fúlir þjóðverjar og ég hætti mér ekki út meðal þeirra til að spjalla af ótta við að smitast af þessum heljarinnar leiðindum. Sagan segir að ég sé alveg nógu slæmur fyrir.
En hvaða helvítis raus er þetta? Eitthvað að viti.
Jónsi Ehf er orðið að veruleika, Ég á en Gröfumenn ehf með Bensa félaga mínum en þar sem það eru breyttir tímar í þessu blessaða þjóðfélagi og í raun heiminum öllum ákváðum við að fara í sín hvora áttina, en það skal vera áhreinu að við gerum þetta í sátt og samlindi.
En já gott fólk, ég er ekki en kominn með konu og ekki barn, en það er kannski ekki fallegt að segja það en ég er hálf feginn að vera ekki með ársgamalt barn eða álíka eins og staðan er í lífi mínu í dag, ég er ekki að segja að ég sé að farast úr þunglindi, langt í frá. Er bara pínu sár yfir stöðu þjóðfélagsins og hvernig hún bitnar á fyrirtækinu mínu gamla. En þetta er enginn heimsendi, ég á góða vini og vinkonur, systir og mág, foreldra og fullt af aðstandendum sem standa við bakið á mér og kem ég aldrei til með að geta þakkað þeim að fullu.
en jæja ætli ég halli ekki sætinu aftur og leggi mig í smá stund, en fyrst vill ég þakka TOSHIBA kærlega fyrir gott samstarf undanfarna daga og ekki vill ég skilja Björgúlf eigandi NOVA eftir, ég er mjög þakklátur fyrir að geta verið í sambandi við umheiminn hér upp í fjöllunum.
Athugasemdir
Til hamingju með nýja fyrirtækið þitt og ég vona að það gangi sem allra allra best hjá þér í þessu skíta þjóðfélagi okkar. Ef það verður lítið að gera þá getur Jónsi ehf komið að gamni sínu og gert bakgarðinn fyrir mig he he he............. Já mér finst skynsamlegt hjá ungu fólki að vera ekkert að hlaða niður börnum í dag, eins og staðan er núna..............stollt af ykkur sem að hugsa þannig.......Bestu kveðjur úr nafla alheimsins
Erna Friðriksdóttir, 4.9.2008 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.