Lituð olía í tanknum? u nei!!!

Frá því ég var lítill var ég viss um að mamma væri og myndi vera í stærsta saumaklúbb landsins sem ég kalla "Tæpitungulaust", ég taldi það vera þar sem með henni voru til dæmis Alla, Sigrún, Lilja og Þóra. Miklar kjaftakellingar að mínu mati, allavega þegar ég var polli.

En þegar ég flyt í borgina kemst ég að að þar er álíka stór saumaklúbbur. Hann bar aðeins öðruvísi nafn heldur en í sveitinni og var kallaður Komatsuklúbburinn eða Grettir, ég veit að þetta eru tveir að skildir hópar enda er ég þarna að tala um ´komatsu og caterpillar vélamenn sem ég var fljótur að ´læra að væri ekki það sama og það langt í frá. En Með tíð og tíma hafa þessir klúbbar dáið út og í staðinn er komin geirinn.is. Flott hjá geira, ekkert út á þessa síðu að setja, hún er nauðsynleg.

Ég áttaði mig ekki á hve stór þessi saumaklúbbur er fyrr en ég stofna mitt eigið ehf. SÆLL og ég var ekki einusinni beðinn um að vera með í stjórn klúbbsins. Eftir að vera búinn að heyra allar sögurnar um alla kallana og allar um mig og mitt kompaní fattaði ég af hverju enginn vissi hverjar Alla, Þóra, Lilja, Sigrún og mamma væru, það sem þær voru að gera var bara að spjalla yfir kaffibolla og það sem þær sögðu kannski pínu ýkt en alltaf eitthvað til í því.

Gröfumenn teknir með litaða olíu á öllum bílunum í Grímsnesi. Þeir fá 9,5 mils í sekt.

Ég var sem betur fer á staðnum svo ég vissi hvað gekk á. Nei við vorum ekki teknir, við höfum aldrei sett litað á okkar bíla. Málið var að Maggi lár er stoppaður eftir klögusögur úr stóraklúbbnum, vitaður og tekkið sýni. Niðurstaðan var þessi, Bíllin og vagn voru vitlaust skráðir frá umboði og vorum við beðnir um að renna við á skoðunarstöð og láta laga það, ekkert mál ekki króna í sekt. Olían, í sýninu finna þeir agnar ögn af lit, það lítið að Jón Þórir Leifsson yfir pundari segir "þetta er undir mörkum". Allt í góðu af allra hálfu nema minnar. Eftir miklar pælingar og sýna töku með að stoð þeirra komumst við að niðurstöðu

Stóra niðurstaðan. Við fengum hjá Shell tvo 2300 lítra tanka. Annan fyrir litaða olíu og hinn fyrir ólitaða, staðsettir hlið við hlið.Bíll frá shell með 23000 lítra tank kemur og dælir litaðri olíu á tankinn, að sjálfsögðu réttan enda vel merkt svo ekkert fari milli mála hvorki hjá shell eða Bílstjórunum. Eftir að vera búinn að loka litaða tanknum opnar hann hinn tankinn, labbar að bílnum og skiptir yfir á ólitaða olíu, Já það eru tvö hólf í tanknum á bílnum frá shell sem keyrir út á land. Ekkert mál búinn að breyta þannig að nú dælir bíllinn ólitaðri olíu á ólitaða tankinn. Hann dælir 1800 lítrum á tankinn en 90 lítrar af þessu er lituð olía, Hvernig má það vera, jú slangan sem er 30 metrar með 50 mm innanmáli tekur slatta en svo er það dælan hún tekur helling. Þarna fundum við þennan litla lit sem er búinn að orsaka eina dýrustu kjaftasögu í geiranum.

Gröfumenn eru ekki að klárast út af olíusekt heldur út af því sama og hinir aumu verktakarnir í bransanum. Það er kreppa.

Með von um að sem flestar kjaftakellingarnar villist hingað inn Kveðja Jónsi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Djöfull er þetta gott hjá þér Jónsi minn, ég var einmitt búinn að heyra þessi sögu.

Ég vona að sem flestir villist hingað inn og lesi þennann vel skrifaða pistil hjá þér.

Andri Þór KALLINN (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 14:11

2 identicon

Þetta er góður pistill hjá þér og gott að þið funduð orsökina á þessum smávægilega lit,, þessa sögu hafði ég ekki heyrt og vona að hún lognist útaf við þetta,

Góðar stundir

Valdimar Oddur Jensson (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 19:25

3 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Alltaf gott að fá söguna frá fyrstu hendi

Jón Rúnar Ipsen, 7.12.2008 kl. 16:56

4 Smámynd: Jón Þór Tómasson

Þakka ykkur fyrir að villast hingað inn, þið vitið það sanna þegar þetta pompar upp á kaffistofuni

Jón Þór Tómasson, 7.12.2008 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband