26.1.2009 | 17:05
Jæja nú hef ég einga afsökun.
Nú skal reynt að blogga. Gaman að maður skuli detta um eitthvað sem maður getur byrjað að blogga um strax og maður er að fara að byrja að blogga. Þetta er svo sem ekkert ný frétt en vissu þið að blogg er skrifað með einu G? skrítið, svo nota allir tvö G. En þar sem ég er ekki með 10 í stafsettningu ætla ég ekki að fara drepa ykkur úr leiðindum með þessu kjaftæði.
Hvernig fannst ykkur skaupið DJÓK.
Það hlaut að koma að því að maður fengi að finna fyrir kreppuni og jú nú er ekkert að gera í bransanum og hangi ég bara heima og pirra sjálfan mig, hugsið ykkur öll pörin sem eiga eftir að hætta saman út af þessu ástandi. en vá eigum við að hætta þessu væli?
Ég þarf að taka niður Jólaskrautið en ég er bara ekki að nenna út í sunnan sextán og sliddu til að draga þetta inn á gólf til mín rennandi blaut og ógeðslegt, þá þarf ég að skúra og ég nenni því sko ekki.
Humm Edda systir lokaði blogginu sínu um daginn þar sem henni fannst ekki áhugi fyrir að hafa hana opna. á maður að loka????????????????
Athugasemdir
nei af hverju að loka...svo skemmtilegt bloggið þitt:) fullur bjartsýni les ég...
Sigga (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.