10.7.2008 | 17:31
Jú sælt veri fólkið. Þetta blogg er kanski meira fyrir strákana.
Hvað er málið strákar með að vera frekir við konur? og að fara ílla með þær? eigum við ekki bara að vera þakklátir fyrir að þær vilji yfir höfuð umgangast okkur? Ég er það allavega. En jæja, eftir að vera búinn að um turna heilu hestamannamóti um helgina og kaupa mér rándýran hest sem kemur til með að setja mig á hausinn ákvað ég að drattast í bæinn og koma mér í vinnuna, og viti menn, ég held ég hafi ekki verið duglegri við flutninga á þessari stuttu ævi minni, og er hún ekki nema 25 ára gömul. Það er að segja ævin. Eða er það kanski of mikið?
Gull molinn með 280 vélina mína í Eykt
Gullvagninn með ýtu sem kvartmíluklúbburinn leigði.
Auðvita Volvoinn minn með 160 vélina mína og Raminn í grímsnesinu.
Gullvagninn kominn úr grímsnesinu með Scaniuna mína.
Vollinn í sveitinni með sumarbústað sem ég fór með í nótt, þarna er klukkan 7 og sjáið veðrið.
og þessi er bara svona upp á djókið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.7.2008 | 22:28
Bannað börnum, mömmu og viðkvæmum. Edda, þú ert viðkvæm.
Jæja er ekki best að koma einhverju á skjáinn svo fólk hafi nú eitthvað til að hneikslast á. Ekki misskilja og halda að ég haldi að það séu um 20% þjóðarinnar sem les þessa steipu, en ég veit að það gerir það einhver.
Mig langar að babbla um konur.........nei stelp nei. Þetta er nefnilega málið. Hvernig á ég að vita hvað þið viljið að ég segi þegar ég er að tala um ykkur eða við ykkur? Ég veit alveg hvað ég kem til með að segja um konuna mína, það er að segja kellinguna mína tilvonandi. En ég er að tala um þegar ég kynnist henni, hvað segi ég við hana án þess að móðga hana? Ég vill ekki kalla hana stelpu og fá svo framan í mig "ég er ekkert barn" eða konu og hún hleypur í burt grátandi "ég er ekkert gömul". Humm þetta er kannski stórlega ýkt, enda held ég að ég komi til með að ná í eina með húmor.
En það vildi ég að þetta væru einu áhyggjurnar sem ég hef af þessum elskum. Ég taldi mig vita eitthvað um konur en nú er ég gersamlega tómur. Það er þetta með að fara með ykkur í rúmið. Hvað viljið þið? Á ég að raka á mér punginn eða hvað? Persónulega vill ég ykkur rakaðar og ég vill vera rakaður, hvað er meira turn off en að vera með fallegan fagm.....konu milli lappana og heyra "tuff tuff" og sjá hana svo draga eitt vel hrokkið af tunguni? Ég dett kannski ekki úr gírnum, en það er eitthvað við þetta sem truflar mig. Þetta er ekkert það eina sem ég velti fyrir mér meðan ég er að keyra, garfa eða kúka. Hvað finnst konum um ef maður spyr bara hreint út um hlutina? Allavega finnst mér sumar fara í svaka vörn eða verða ferlega asnalegar, ÉG ER AÐ SÝNA YKKUR VIRÐINGU MEÐ AÐ GERA EKKI EITTHVAÐ SEM ÞIÐ VILJIÐ KANNSKI EKKI!!!! svo plís ef við spyrjum ykkur, svarið bara og eftirleikurinn verður æðislegur. Ég er ekki að tala um að þið eigið að segja hvað er gott og hvað ekki. Auðvita eigum við að komast að sjálfir hvað þið eruð að fíla, en suma hluti getum við ekki bara fundið út án hjálpar.
Pælingarnar eru ekki búnar. ég held bara að ef ég hef þetta of langt fáið þið leið á að lesa þetta. En ég kem með meira eftir helgi. Þær vakna væntanlega nokkrar spurningarnar um helgina.
Þó ég orða þetta svona er ég ekki að tala um að ég ætli að sofa hjá öllum sem lesa þessa þvælu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.6.2008 | 20:27
Kemur þetta ykkur á óvart?
Þetta er þriðji dagurinn sem ég sest niður með TOSHIBA og reyni að koma einhverju á skjáinn og birta á netinu. Og í öll þessi skipti var ég með ákveðinn pistil sem ég var búinn að út hugsa kvöldinu áður. Hausinn á þessu bloggi kemur ykkur örugglega ekkert á óvart þar sem ég er mjög gleiminn á hvað ég er að fara segja, en það sem ég meina í raun er að það er mjög stutt á milli bloggana og vonaði að það kæmi á óvart. Hvað um það.
en vitið það kemur ekkert svo ég læt þetta rugl nægja, en kem um leið og eitthvað áhugavert kemur í kollinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.6.2008 | 12:42
Giktin að gera útaf við mann og get ekki skrifað.
Mesta snlid við að kynnast nýju fólki er að maður lærir alltaf ný orð, en..... en svo er það hitt. Maður kynnist ekki td konu í dag nema hún viti um alla skandala sem maður hefur gert um ævina. Það er kannski bara plús.
En þetta með orðin, nýjasta orðið sem ég heyrði í gær kemur til með að láta mig hafa svör við fleirri spurningum sem ég er endalaust beðinn um svar við. Til dæmis "hvers vegna svararu ekki smsum" "af hverju ertu ekki búinn að skila dagsskýrslunum" Þetta snildar orð kemur frá ungum, virtum viðskiptafæðing á Bifröst, sem reyndar á eftir að skila ca 40 síðna ritgerð áður en orðið "viðskiptafræðingur" veður viðurkennt. Þetta orð er en ein afsökun mín á að vera lélegur bloggari.
RITSTÍFLA
og já ég hef fundið mér stíl í íbúðina. Svart og hvítt. Hvítt sófasett og og svört borð og hillur og eitthvað, en ég þigg allar hugmyndir frá ykkur ör fáu sem nenna en að lesa kjaftæðið í mér.
Farinn að losa aðra stíflu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.6.2008 | 20:14
Kominn stöðuleiki á lífið.
Ég á geegjaða íbúð!!!!!!!!! hef ekki tíma í að skrifa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.5.2008 | 00:44
Ég bara trúi þessu ekki.
Og eflaust ekki þið heldur, en ég er að blogga. Ég gæti gabbað ykkur og hætt núna en ég held að andinn sé að koma yfir mig. Bíddu jú hér kemur andinn en hann slapp. Hvað um það, vitið þið hvað lendingar pallur er í klósettið? Jú það er þegar maður byrjar á að setja þrjú klósettrúllublöð (er þetta ekki eitt orð?) ofan í klósettið til að láta svarta manninn detta á og sulla ekki svona mikið þegar maður er búinn að fæða hann. Það er alger snilld að gera þetta ef þú ert með stóran rass, því ef þú ert með lítinn sestu alltaf með rassinn ofan í setuna og þá er fallið ekki eins svakalegt fyrir þann svarta eða hvern þann sem þú vilt kenna brúna bjúgað við. Mér finnst að það ætti að vera staðalbúnaður í klósettum að vera með lendingarpall, þetta er jafn nauðsynlegt og að hafa setuna heita þegar maður sest á hana. Kaninn fann samt lausn á þessu, en auðvita var hún ekki hugsuð til enda eins og annað sem þeir sem þeir finna upp. Þeir hækkuðu bara vatnið í postulíninu og héldu að gusugangurinn í þeim svarta væri úr sögunni, en nei þá komu allavega tvö önnur vandamál, gömlu kallarnir með pungsigið hertu svo saman stjörnuna þegar pungurinn fór á kaf að líkaminn neitaði að opna fyrir þeim svarta. Hitt vandamálið var þegar sá svarti sjálfur með allan sinn gúrkuvöxt settist á setuna,,,,,,,,,,,,,,,það vita allir hvernig er að vera með tippi í köldu vatni.
ég er farinn að smíða pall.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.4.2008 | 23:29
Hættum að skæla og gerum eitthvað í þessu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.3.2008 | 02:35
Ég elska ykkur öll.
Skrítið hvað lífið vill stundum misþyrma manni. En ég elska ykkur alla vini mína og fjölskyldu.
Í tuttugu ár er búinn að vera manneskja í huga mínum sem mér hefur þótt vænt um allan þennan tíma, samt eru dagarnir sem við höfum talað saman ekki nema brota brota brot af þessum tuttugu árum. Við töluðum saman í sveitinni þegar við vorum 5 til 7 ára, svo hvarf hún en birtist aftur á skólaballi þegar við vorum 14 og hófst þá þetta svaka símasamband þar til að eitthvað gerðist og símasambandið slitnaði. Þegar við vorum 17 skaut hún upp kollinum en hvarf jafn fljót. Í 8 ár hefur ekkert verið nema hugsun ein um stelpuna sem ég gerði ekki annað en að stríða í sveitinni. Nema hvað að ég rakst á bloggið hennar og við fórum að tala saman á ný og rifja upp frábæran tíma í sveitinni. En hún á mann sem hún elskar svo mikið og hann hana að við megum ekki tala saman, það væri ekkert mál að gera eins og hún sagði og hætta að hafa samband og halda áfram með lífið eins og það var, láta mér nægja að hún komi bara upp í huga hjá mér stöku sinnum. En það er bara hægara sagt en gert því þessa daga geri ég ekki annað en að hitta fólkið sem við héngum með í sveitinni, á skólaböllunum og þegar við vorum að hafa gaman af hvert öðru. Ég hitti fyrrverandi mág hennar nánast alltaf þegar ég sleðast, þetta er glatað líf. En svona er þetta og þetta lag er mjög ofarlega í huga mínum.
En talandi um sleðaferðir, ég fór með Bilaðagenginu og Bensa inn að Langjökli. Veðrið var frábært en færið var helvíti hart en samt gaman. Svenni greyið var svo heppni og ég meina heppinn að missa spyrnubolta undan sleðanum þannig að skíðið og allt júnittið í kringum það fauk undan. Kallinn sem betur fer klár og bjargaði sér frá stór slysi, heppnin í þessu var að við fundum allt og löguðum bara græjuna. Ég varð samt fyrir einu því ömurlegasta sem ég hef lent í í annars mjög litríku lífi. Ég var kominn upp í flotta brekku sem var mjög lík öðrum brekkum og var bara að snúa við, þetta var ekkert mál, hef gert erfiðari hluti við margfalt erfiðari aðstæður, nema núna rann öll brekkan af stað. Á lengstu 15 til 20 sek lífs míns og um 200 til 300 metrum neðar var allt lífið búið að þjóta í gegn. Tilfinningin að geta staðið upp úr snjóflóði og komist að að ég er heill ég fæ að sjá ykkur aftur er ein sú besta sem ég hef upplifað. Það er samt einn galli á, það er sjokkið sem ég hefði viljað fá í flóðinu, en ekki núna einum og hálfum sólahring seinna. Ég ætla ekki að gráta á blogginu en það að vera einn núna og upplifa þetta aftur og aftur og geta ekki sofnað er jafn ömurleg tilfinning og hvað tilfinningin var góð að vita að ég var á lífi. En þetta er víst partur af sportinu, sjokkin koma ekki fyrr en maður fer að slaka á. Ég er að sópa saman myndum af þessu svo ég geti hent hér inn fljótlega.
Þið fyrirgefið grátinn en þegar enginn er til að tala við er þetta það besta.
Bloggar | Breytt 26.3.2008 kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.3.2008 | 15:23
Hvar er hún og hvað skiptir máli?
Mig langar að byrja á að lýsa eftir konuni minni sem átti að vera með mér úti að labba í þessu frábæra veðri í dag með hundinn okkar og kanski barnavagninn. Ég er ekki að finna hana, svo ef þið finnið hana eða þú lest þetta sendið mér þá línu. En það sem skiptir öllu í þessu er að hún þoli mig
En já ég fór á sleða í gær í frábæra veðrinu sem var þá, þokkalegasta færi, pínu hart en það slapp. Það hlaut að koma að því að ég fengi einhvern skell, allir sem ég er að sleðast með hafa lent í einhverju og undantekningarlaust hafa sleðarnir skemmst, en það vakti engill eða eitthvað yfir mér því það sér ekki á sleðanum þó hann hafi húrrað stjórnlaust niður brekkuna. En það sem skiptir öllu er að ég fór hæðst.
Ég gerðist líka svo frægur að klára inngönguprófi í bilaðageingið, prófið fellst í að klára brekku sem er kölluð Pilotinn og er satt best að seigja ekkert grín. Ég veit ekkert um þetta nafn en það sem skiptir öllu er að ég þarf ekki að ganga í Bilaðageingið.
Ég var svo dreginn í ansi gott partý í gærkvöldi. og viti menn að ég tek svona ps2 og syng hana í kaf.......................ég entist nú ekki lengi sökum "sleðaþreitu" en það sem skiptir öllu er að það var hægt að hlægja.
Ég Hef svo sem ekkert meira að seigja frá en ég er að taka til og breyta öllu heima og gera klárt fyrir páska og svoleiðis. Mér þykir vænt um ykkur öll sem nennið að standa í að lesa þessa þvælu, farið varlega og hafið það gott um páskana, geri ekki ráð fyrir að pikka meira hér inn fyrr en um eða eftir páska. En það sem skiptir öllu er að þið takið réttar ákvarðanir í lífinu og fylgið hjartanu en ekki hugsuninni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.3.2008 | 19:18
Þetta líf.....................
Byrjum á byrjuninni. Rebekka Rós, ég væri til í að gera allt til að hjálpa þér og láta þér líða vel.
Dagurinn í dag já.............ég skelti mér í snildar ferð með frábærum hóp .................................sorry ég er ekki í stemmara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)