Hekla er málið

Jæja þá er komið að umhverfis spillinum að skrifa.

Í Morgunblaðinu í gær var skrifað um mikil mótorhjólaför við rætur Heklu, nánar tiltekið fossbrekkur. Ég tek svo sem undir það að þetta sést mjög vel frá Landveiginum og er ekki fallegt.

En til að réttlæta svæðið þar sem við félagarnir erum að hjóla á þá er það mun nær Heklu en Fossbrekkur. Ég man ekki hvað fjallið heitir en á því svæði eru bara vikur melar og bruni, hvoru tveggja mjög létt efni sem fýkur við það að maður blæs á það, sem gerir það að verkum að ef það gerir smá golu hverfa förin eftir hjólin.

Þarna vex enginn gróður og í þokkabót hverfa förin á tíu ára fresti því það er sirka tíminn sem er á milli gosa í Heklu.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri nú líka lélegt ef við sveitastrákarnir værum í því að spóla upp ræktað land. Ef fólk væri ekki svona hrikalega mikið á móti mótorhjólum og sýndi sportinu smá skilning þá væri ein góð lausn á utanvega vandamálinu. Að láta akstursíþróttafélögum í landinu þetta landssvæði eftir til þess að stunda íþróttirnar sínar. Þetta er kjörið svæði í það og verður aldrei nýtt í annað. Og gleymið því félagar að ætla að græða það upp.

ps. Ég ætla að láta þig hafa minniskubb á morgun svo ég geti fengið Heklu-myndir og myndbönd til þess að setja á síðuna. Og myndina góðu máttu láta vaða á ssj3@hi.is ef þú sérð þetta áður en ég læt þig hafa minniskubbinn. Langar til þess að sjá hana!

El Grjónó (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband